Styrkur að hafa Davíð með 16. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu. Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu.
Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent