Kynjabundnir styrkir til náms 19. september 2004 00:01 Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf. Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf.
Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira