Þráðlaust dreifikerfi úti á landi 20. september 2004 00:01 Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans". Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans".
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira