Viku verkfall hið minnsta 20. september 2004 00:01 Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira