Kostnaður hækkar um 10 milljarða 20. september 2004 00:01 Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira