Gremja í garð Jóns Steinars 21. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen. Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira