Sá á kvölina sem á völina 22. september 2004 00:01 Nánasta pólitíska framtíð Geirs H. Haarde, starfandi dómsmálaráðherra, er sögð ráðast af því hvern umsækjenda í stöðu hæstaréttar hann mun skipa. Málið er langt frá því einfalt. Í rauninni er það svo flókið að þeir sem telja sig þekkja einna best til treysta sér ekki til að spá um hver niðurstaðan verður. Umsækjendurnir eru sjö. Hæstiréttur hefur úrskurðað að allir teljist hæfir til starfsins samkvæmt lögum um skipan hæstaréttardómara. Hæstiréttur hefur þó breytt út af vananum og skipað umsækjendum í hæfnisröð. Hæfnisröðin sneið til Björns Sagt er að sú nýbreytni sér svar hæstaréttar við því hve lítið mark Björns Bjarnason dómsmálaráðherra tók á umsögn réttarins um umsækjendur við síðustu ráðningu hæstaréttardómara. Þá sagði hæstiréttur tvo umsækjendur “heppilegasta” til að hljóta stöðuna. Dómsmálaráðherra valdi hvorugan þeirra. Nú er umsögn hæstaréttar svo nákvæmlega útlistuð að erfitt þykir að véfengja mat þeirra á umsækjendum. Í henni eru háskólaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson taldir hæfastir. Hjördís Hákonardóttir er sögð þriðja hæfust og jafnframt að ekki sé mikill hæfnismunur á henni og Eiríki og Stefáni. Hæstiréttur metur þó að talsvert beri á milli Hjördísar og annarra umsækjenda sem allir nema einn eru sagðir jafn hæfir. Það eru þeir Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Leó Löwe þykir sístur meðal jafningja. Umsögn hæstaréttar er ekki bindandi fyrir ráðherra eins og dæmin sanna. Ráðherra þarf að hafa það eitt í huga að hæstiréttur telji þann hæfan í stöðuna, sem fyrir valinu verður. Ráðherra verður þó, ef óskað er, að rökstyðja val sitt, líkt og stjórnskipunarlög gera ráð fyrir. Björn Bjarnason sagðist hafa talið Ólaf Börk hæfastan við síðustu skipan vegna menntunar hans á sviði Evrópuréttar, þótt hæstiréttur hefði ekki talið það vega þungt er hæfni umsækjenda var metin. Björn þarf ekki að fara að leiðbeiningum réttarins Það er því allsendis óvíst að Geir H. Haarde fari að leiðbeiningum hæstaréttar er hann velur hæfasta umsækjandann. Björn hefði valið Jón Steinar Björn þótti sýna óvenju snjallan leik er hann kom sér hjá því að skipa sjálfur í dómarasætið. Um leið og Jón Steinar Gunnlaugsson tilkynnti að hann myndi sækjast eftir embættinu hófust upp gagnrýnisraddir um að Björn væri vanhæfur til að skipa í starfið. Ástæðan er sú að Jón Steinar hefur um langa hríð verið einn helsti lögfræðilegur ráðgjafi annars ríkisstjórnarflokksins. Jafnframt lýsti hann því sjálfur yfir í viðtali í DV í júní - reyndar í gamni - að ef hann hefði sótt um stöðu hæstaréttar væri hann dómari nú. Það þykir ljóst að sjálfstæðismenn falast eftir því að ná inn öðrum manni í hæstarétt og væri hann þar í góðum félagsskap Ólafs Barkar. Björn Bjarnason hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að þvað væri hæpið fyrir mann í jafn veikri stöðu og hann er í, meðal annars eftir ummæli hans um jafnréttislög í kjölfar áfellisdóms kærunefndar jafnréttisráðs, að ganga að nýju fram hjá Hjördísi Hákonardóttur. Hún myndi einfaldlega kæra hann á ný fyrir jafnréttisráði ef hann réði þann sem hann er talinn hafa verið líklegastur til að velja, Jón Steinar Gunnlaugsson, flokksbróður sinn. Snjallræði Björns Í ljósi mats Hæstaréttar á hæfni Hjördísar og Jóns Steinars þykir sýnt að kærunefnd jafnréttisráðs hefði komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að velja ekki Hjördísi í stöðuna. Hefði það orðið mikill hnekkur fyrir stöðu Björns og jafnvel haft afgerandi áhrif á pólitíska framtíð hans. Þótt innan flokksins nyti hann enn fylgis meðal ákveðins hóps skoðanabræðra sinna, er talið víst að hann hefði fengið að súpa seyðið af gjörðum sínum í næstu kosningum. Nær óvinnandi vegur hefði verið fyrir Björn að lýsa sig vanhæfan til valsins með þeim rökum að Jón Steinar væri of tengdur flokknum. Ef það væru gild rök væru langflestir ráðherrar óhæfir í flestallar stöðuveitingar á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann sá sér þá leik á borði í óloknu máli Hjördísar Hákonardóttur og dómsmálaráðuneytisins eftir úrskurð kærunefndar jafnréttisráðs í síðustu umferð dómaraskipunar í Hæstarétt. Samkvæmt jafnréttislögum á sá sem brotið er á rétt á bótum en frá því hefur ekki enn verið gengið í máli Hjördísar. Björn nýtti sér það því sem blóraböggul fyrir því að þurfa ekki að taka þá áhættu er fylgdi vali dómara að þessu sinni. Klemma Geirs En hvers vegna er Geir í erfiðri stöðu? Jú, hann mun þurfa velja milli þriggja umsækjenda, Eiríks, Hjördísar og Jóns Steinars. Það þykir til marks um pólitískar fyrirætlanir Geirs hvern hann mun velja í stöðuna. Ef hann velur Eirík kemur hann sér hjá óþægilegum gangrýnisröddum almennings um að stöðuveitingin hafi verið pólitísk, líkt og upphefðust ef hann veldi Jón Steinar. Geir getur rökstutt ráðninguna með meðmælum hæstaréttar í ljósi þess að Eiríkur var útnefndur einn tveggja hæfustu. Eiríkur þykir jafnframt njóta trausts meðal almennings. Velji hann Eirík mun hann hins vegar reita suma flokksbræður sína til reiði, sem hafa illan bifur á Eiríki. Eiríkur er yfirlýstur framsóknarmaður og snerist gegn ríkisstjórninni í fjölmiðlamálinu svokallaða er hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi aðferð ríkisstjórnarinnar sem viðhöfð var við afturköllun á fjölmiðlafrumvarpinu brot gegn stjórnarskránni. Framsóknarmenn lýstu því yfir við Fréttablaðið á sínum tíma að fyrst Eiríkur væri á þeirri skoðun að afturköllun lagana bryti gegn stjórnarskránni hlyti svo að vera og því ætti að draga lögin til baka. Ekki eingöngu fékk hann stóran hluta Framsóknarflokksins á sitt band, heldur meirihluta fólksins í landinu. Því er það ljóst að velji Geir Eirík á hann það á hættu að tefla í tvísýnu stöðu sinnar innan flokksins. Val á Hjördísi þætti yfirlýsing Staða Geirs innan Sjálfstæðisflokksins yrði þó margfalt erfiðari ef hann ákveður að velja Hjördísi. Þrátt fyrir að Hjördís hafi ekki verið meðal tveggja efstu á hæfnislista Hæstaréttar væru gild rök fyrir því að velja hana í starfið í ljósi jafnréttislaganna. Þar er kveðið á um að ef annað kynið er í minnihluta í viðkomandi starfsstétt skuli velja einstakling af því kyni í starfið, sé hann að minnsta kosti jafnhæfur og umsækjandi af hinu kyninu. Þegar litið er á að dómsmálaráðherra hefur síður en svo ávallt valið í stöðu Hæstaréttar út frá meðmælum Hæstaréttar má vel sjá hvernig Geir geti rökstutt það að Hjördís sé að minnsta kosti jafnhæf öðrum umsækjendum. Ólíklegt þykir að nokkur hinna umsækjendanna muni véfengja val Geirs hneppi Hjördís hnossið. Þá mun Geir hljóta stuðnings almennings vegna hins jákvæða skrefs sem tekið hafi verið í átt til langþráðs jafnréttis. Í það minnsta má hann eiga von á jákvæðum viðbrögðum helmings kjósenda – kvenna – jafnt utan flokks sem innan. Þá má gera því skóna að ef Geir vilji tryggja stuðning þeirra sem standa utan við innsta hring flokksins muni hann velja Hjördísi. Með því muni hann auka möguleika sína á því að fara í baráttuna um formannssæti flokksins næst þegar hún verður heyð. Stuðningur við forystuna Velji Geir hins vegar þann umsækjanda sem almenningi er hvað mest uppsigað við vegna augljósra pólitískra tengsla hans er því haldið fram að hann muni hljóta þökk í innsta hring flokksins. Velji hann Jón Steinar lýsir Geir því jafnframt yfir að hann hyggisst ekki ögra forustu flokksins í nánustu framtíð og fara eftir þeim leikreglum sem settar hafi verið. Velji hann Jón Steinar mun Geir eiga það á hættu að Hjördís vísi ráðningunni til kærunefndar jafnréttisráðs. Að tilliti teknu til álits Hæstaréttar þykir nokkuð víst að úrskurður nefndarinnar verði Geir í óhag. Verði svo mun almenningur hafa tvöfalda ástæðu til að mislíka val hans. Ekki einvörðungu valdi hann flokksbróður í starfið, heldur gekk hann einnig fram hjá kvenkyns umsækjanda sem var að minnsta kosti jafnhæf. Hann mun ennfremur þurfa að kljást við hið sama og félagi hans Björn Bjarnason þurfti að fást við í vor, að útskýra forsendur ákvörðunarinnar – og reyna jafnframt að halda haus. En vaknar þá ekki spurningin: gæti Geir ekki einfaldlega losnað úr klemmunni með því að ráða Stefán Má Stefánsson sem hæstaréttardómara? Stefán Már er annar tveggja hæfustu umsækjendanna samkvæmt áliti Hæstaréttar. Lögfræðileg hæfni hans þykir óvéfengjanleg og hann er pólitískt óháður. Auðveldasta leiðin fyrir Geir væri því að skipa Stefán Má í stöðu hæstaréttardómara Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Nánasta pólitíska framtíð Geirs H. Haarde, starfandi dómsmálaráðherra, er sögð ráðast af því hvern umsækjenda í stöðu hæstaréttar hann mun skipa. Málið er langt frá því einfalt. Í rauninni er það svo flókið að þeir sem telja sig þekkja einna best til treysta sér ekki til að spá um hver niðurstaðan verður. Umsækjendurnir eru sjö. Hæstiréttur hefur úrskurðað að allir teljist hæfir til starfsins samkvæmt lögum um skipan hæstaréttardómara. Hæstiréttur hefur þó breytt út af vananum og skipað umsækjendum í hæfnisröð. Hæfnisröðin sneið til Björns Sagt er að sú nýbreytni sér svar hæstaréttar við því hve lítið mark Björns Bjarnason dómsmálaráðherra tók á umsögn réttarins um umsækjendur við síðustu ráðningu hæstaréttardómara. Þá sagði hæstiréttur tvo umsækjendur “heppilegasta” til að hljóta stöðuna. Dómsmálaráðherra valdi hvorugan þeirra. Nú er umsögn hæstaréttar svo nákvæmlega útlistuð að erfitt þykir að véfengja mat þeirra á umsækjendum. Í henni eru háskólaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson taldir hæfastir. Hjördís Hákonardóttir er sögð þriðja hæfust og jafnframt að ekki sé mikill hæfnismunur á henni og Eiríki og Stefáni. Hæstiréttur metur þó að talsvert beri á milli Hjördísar og annarra umsækjenda sem allir nema einn eru sagðir jafn hæfir. Það eru þeir Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Leó Löwe þykir sístur meðal jafningja. Umsögn hæstaréttar er ekki bindandi fyrir ráðherra eins og dæmin sanna. Ráðherra þarf að hafa það eitt í huga að hæstiréttur telji þann hæfan í stöðuna, sem fyrir valinu verður. Ráðherra verður þó, ef óskað er, að rökstyðja val sitt, líkt og stjórnskipunarlög gera ráð fyrir. Björn Bjarnason sagðist hafa talið Ólaf Börk hæfastan við síðustu skipan vegna menntunar hans á sviði Evrópuréttar, þótt hæstiréttur hefði ekki talið það vega þungt er hæfni umsækjenda var metin. Björn þarf ekki að fara að leiðbeiningum réttarins Það er því allsendis óvíst að Geir H. Haarde fari að leiðbeiningum hæstaréttar er hann velur hæfasta umsækjandann. Björn hefði valið Jón Steinar Björn þótti sýna óvenju snjallan leik er hann kom sér hjá því að skipa sjálfur í dómarasætið. Um leið og Jón Steinar Gunnlaugsson tilkynnti að hann myndi sækjast eftir embættinu hófust upp gagnrýnisraddir um að Björn væri vanhæfur til að skipa í starfið. Ástæðan er sú að Jón Steinar hefur um langa hríð verið einn helsti lögfræðilegur ráðgjafi annars ríkisstjórnarflokksins. Jafnframt lýsti hann því sjálfur yfir í viðtali í DV í júní - reyndar í gamni - að ef hann hefði sótt um stöðu hæstaréttar væri hann dómari nú. Það þykir ljóst að sjálfstæðismenn falast eftir því að ná inn öðrum manni í hæstarétt og væri hann þar í góðum félagsskap Ólafs Barkar. Björn Bjarnason hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að þvað væri hæpið fyrir mann í jafn veikri stöðu og hann er í, meðal annars eftir ummæli hans um jafnréttislög í kjölfar áfellisdóms kærunefndar jafnréttisráðs, að ganga að nýju fram hjá Hjördísi Hákonardóttur. Hún myndi einfaldlega kæra hann á ný fyrir jafnréttisráði ef hann réði þann sem hann er talinn hafa verið líklegastur til að velja, Jón Steinar Gunnlaugsson, flokksbróður sinn. Snjallræði Björns Í ljósi mats Hæstaréttar á hæfni Hjördísar og Jóns Steinars þykir sýnt að kærunefnd jafnréttisráðs hefði komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að velja ekki Hjördísi í stöðuna. Hefði það orðið mikill hnekkur fyrir stöðu Björns og jafnvel haft afgerandi áhrif á pólitíska framtíð hans. Þótt innan flokksins nyti hann enn fylgis meðal ákveðins hóps skoðanabræðra sinna, er talið víst að hann hefði fengið að súpa seyðið af gjörðum sínum í næstu kosningum. Nær óvinnandi vegur hefði verið fyrir Björn að lýsa sig vanhæfan til valsins með þeim rökum að Jón Steinar væri of tengdur flokknum. Ef það væru gild rök væru langflestir ráðherrar óhæfir í flestallar stöðuveitingar á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann sá sér þá leik á borði í óloknu máli Hjördísar Hákonardóttur og dómsmálaráðuneytisins eftir úrskurð kærunefndar jafnréttisráðs í síðustu umferð dómaraskipunar í Hæstarétt. Samkvæmt jafnréttislögum á sá sem brotið er á rétt á bótum en frá því hefur ekki enn verið gengið í máli Hjördísar. Björn nýtti sér það því sem blóraböggul fyrir því að þurfa ekki að taka þá áhættu er fylgdi vali dómara að þessu sinni. Klemma Geirs En hvers vegna er Geir í erfiðri stöðu? Jú, hann mun þurfa velja milli þriggja umsækjenda, Eiríks, Hjördísar og Jóns Steinars. Það þykir til marks um pólitískar fyrirætlanir Geirs hvern hann mun velja í stöðuna. Ef hann velur Eirík kemur hann sér hjá óþægilegum gangrýnisröddum almennings um að stöðuveitingin hafi verið pólitísk, líkt og upphefðust ef hann veldi Jón Steinar. Geir getur rökstutt ráðninguna með meðmælum hæstaréttar í ljósi þess að Eiríkur var útnefndur einn tveggja hæfustu. Eiríkur þykir jafnframt njóta trausts meðal almennings. Velji hann Eirík mun hann hins vegar reita suma flokksbræður sína til reiði, sem hafa illan bifur á Eiríki. Eiríkur er yfirlýstur framsóknarmaður og snerist gegn ríkisstjórninni í fjölmiðlamálinu svokallaða er hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi aðferð ríkisstjórnarinnar sem viðhöfð var við afturköllun á fjölmiðlafrumvarpinu brot gegn stjórnarskránni. Framsóknarmenn lýstu því yfir við Fréttablaðið á sínum tíma að fyrst Eiríkur væri á þeirri skoðun að afturköllun lagana bryti gegn stjórnarskránni hlyti svo að vera og því ætti að draga lögin til baka. Ekki eingöngu fékk hann stóran hluta Framsóknarflokksins á sitt band, heldur meirihluta fólksins í landinu. Því er það ljóst að velji Geir Eirík á hann það á hættu að tefla í tvísýnu stöðu sinnar innan flokksins. Val á Hjördísi þætti yfirlýsing Staða Geirs innan Sjálfstæðisflokksins yrði þó margfalt erfiðari ef hann ákveður að velja Hjördísi. Þrátt fyrir að Hjördís hafi ekki verið meðal tveggja efstu á hæfnislista Hæstaréttar væru gild rök fyrir því að velja hana í starfið í ljósi jafnréttislaganna. Þar er kveðið á um að ef annað kynið er í minnihluta í viðkomandi starfsstétt skuli velja einstakling af því kyni í starfið, sé hann að minnsta kosti jafnhæfur og umsækjandi af hinu kyninu. Þegar litið er á að dómsmálaráðherra hefur síður en svo ávallt valið í stöðu Hæstaréttar út frá meðmælum Hæstaréttar má vel sjá hvernig Geir geti rökstutt það að Hjördís sé að minnsta kosti jafnhæf öðrum umsækjendum. Ólíklegt þykir að nokkur hinna umsækjendanna muni véfengja val Geirs hneppi Hjördís hnossið. Þá mun Geir hljóta stuðnings almennings vegna hins jákvæða skrefs sem tekið hafi verið í átt til langþráðs jafnréttis. Í það minnsta má hann eiga von á jákvæðum viðbrögðum helmings kjósenda – kvenna – jafnt utan flokks sem innan. Þá má gera því skóna að ef Geir vilji tryggja stuðning þeirra sem standa utan við innsta hring flokksins muni hann velja Hjördísi. Með því muni hann auka möguleika sína á því að fara í baráttuna um formannssæti flokksins næst þegar hún verður heyð. Stuðningur við forystuna Velji Geir hins vegar þann umsækjanda sem almenningi er hvað mest uppsigað við vegna augljósra pólitískra tengsla hans er því haldið fram að hann muni hljóta þökk í innsta hring flokksins. Velji hann Jón Steinar lýsir Geir því jafnframt yfir að hann hyggisst ekki ögra forustu flokksins í nánustu framtíð og fara eftir þeim leikreglum sem settar hafi verið. Velji hann Jón Steinar mun Geir eiga það á hættu að Hjördís vísi ráðningunni til kærunefndar jafnréttisráðs. Að tilliti teknu til álits Hæstaréttar þykir nokkuð víst að úrskurður nefndarinnar verði Geir í óhag. Verði svo mun almenningur hafa tvöfalda ástæðu til að mislíka val hans. Ekki einvörðungu valdi hann flokksbróður í starfið, heldur gekk hann einnig fram hjá kvenkyns umsækjanda sem var að minnsta kosti jafnhæf. Hann mun ennfremur þurfa að kljást við hið sama og félagi hans Björn Bjarnason þurfti að fást við í vor, að útskýra forsendur ákvörðunarinnar – og reyna jafnframt að halda haus. En vaknar þá ekki spurningin: gæti Geir ekki einfaldlega losnað úr klemmunni með því að ráða Stefán Má Stefánsson sem hæstaréttardómara? Stefán Már er annar tveggja hæfustu umsækjendanna samkvæmt áliti Hæstaréttar. Lögfræðileg hæfni hans þykir óvéfengjanleg og hann er pólitískt óháður. Auðveldasta leiðin fyrir Geir væri því að skipa Stefán Má í stöðu hæstaréttardómara
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira