Þreföldun útgjalda 22. september 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir: Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir:
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira