Ráðherra harðorður um Hæstarétt 24. september 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira