Of lítið samráð innan Framsóknar 26. september 2004 00:01 Tveir þingflokksfundir hafa verið afboðaðir hjá Framsóknarflokknum undanfarna viku þar sem tilkynna átti um breytingar á nefndarsetum þingmanna. Sumir þingmanna flokksins telja of lítið samráð hafa verið haft við þingmenn vegna málsins en endanleg ákvörðun verður tilkynnt á þingflokksfundi á þriðjudag. Aðeins fimm dagar eru í að þingstörf hefjist á nýjan leik. Eftir ráðherraskiptin þann 15. september verða óbreyttir þingmenn Framsóknarflokksins sjö í stað sex áður. Það liggur því fyrir að einhverjar breytingar verða á nefndarsetum þingmanna flokksins og ljóst að einhverjir verða að víkja, enda þarf að finna einhverjar nefndir fyrir fyrrverandi umhverfisráðherra. Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu enga ákvörðun hafa verið tilkynnta þingmönnum en boðað hefði verið til þingflokksfundar á þriðjudag þar sem stjórn þingflokksins hyggðist kynna þingmönnum þær breytingar sem ættu að verða á nefndarsetum þingmanna. Tvívegis hefur verið boðað til funda vegna málsins undanfarna viku en í bæði skiptin hafa fundirnir verið afboðaðir jafnharðan. Þingmenn eru ekki á einu máli um ástæðuna. Á meðan sumir segja afboðanirnar einfaldlega stafa af fríum þingmanna eru aðrir á því að ástæðan sé sú að stjórn þingflokksins eigi í vandræðum með að komast að niðurstöðu. Að minnsta kosti tveir þingmanna Framsóknarflokksins segja ekkert samráð hafa verið haft við sig vegna málsins og segja að fleiri séu í þeirri stöðu. Það verði því ekki formsatriði þegar ákvörðunin verðu tilkynnt á fimmtudag, eins og það ætti að vera, og viðbúið sé að einhverji muni ganga ósáttir út af fundinum. Flestir eru þingmennirnir þó ánægðir með að nefndarsetum þeirra fækki, enda hafa einstakir þingmenn setið í allt að fimm nefndum. Hvort þeir verða látnir víkja úr þeim nefndum sem þeir vilja víkja úr er hins vegar allt annað mál, sem ekki skýrist fyrr en á þriðjudag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáæltun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Tveir þingflokksfundir hafa verið afboðaðir hjá Framsóknarflokknum undanfarna viku þar sem tilkynna átti um breytingar á nefndarsetum þingmanna. Sumir þingmanna flokksins telja of lítið samráð hafa verið haft við þingmenn vegna málsins en endanleg ákvörðun verður tilkynnt á þingflokksfundi á þriðjudag. Aðeins fimm dagar eru í að þingstörf hefjist á nýjan leik. Eftir ráðherraskiptin þann 15. september verða óbreyttir þingmenn Framsóknarflokksins sjö í stað sex áður. Það liggur því fyrir að einhverjar breytingar verða á nefndarsetum þingmanna flokksins og ljóst að einhverjir verða að víkja, enda þarf að finna einhverjar nefndir fyrir fyrrverandi umhverfisráðherra. Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu enga ákvörðun hafa verið tilkynnta þingmönnum en boðað hefði verið til þingflokksfundar á þriðjudag þar sem stjórn þingflokksins hyggðist kynna þingmönnum þær breytingar sem ættu að verða á nefndarsetum þingmanna. Tvívegis hefur verið boðað til funda vegna málsins undanfarna viku en í bæði skiptin hafa fundirnir verið afboðaðir jafnharðan. Þingmenn eru ekki á einu máli um ástæðuna. Á meðan sumir segja afboðanirnar einfaldlega stafa af fríum þingmanna eru aðrir á því að ástæðan sé sú að stjórn þingflokksins eigi í vandræðum með að komast að niðurstöðu. Að minnsta kosti tveir þingmanna Framsóknarflokksins segja ekkert samráð hafa verið haft við sig vegna málsins og segja að fleiri séu í þeirri stöðu. Það verði því ekki formsatriði þegar ákvörðunin verðu tilkynnt á fimmtudag, eins og það ætti að vera, og viðbúið sé að einhverji muni ganga ósáttir út af fundinum. Flestir eru þingmennirnir þó ánægðir með að nefndarsetum þeirra fækki, enda hafa einstakir þingmenn setið í allt að fimm nefndum. Hvort þeir verða látnir víkja úr þeim nefndum sem þeir vilja víkja úr er hins vegar allt annað mál, sem ekki skýrist fyrr en á þriðjudag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáæltun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira