Menning

Fullur af þrótti og hugmyndum

Skúli Skúlason, fjármálastjóri hjá Íþrótta-og tómstundaráði Reykjavíkur, lauk BS gráðu í viðskiptafræði síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tók námið með fullri vinnu tvö fyrri árin en síðasta árið gat hann helgað sig því eingöngu. "Þetta var ansi stíft á köflum. Sérstaklega af því að sumarfríið var ekki nema fjórar vikur þannig að skólinn stóð allt árið nema í júlí," viðurkennir hann og segir fjölskylduna hafa boðið hann velkominn heim þegar þessu var lokið. "Henni fannst ég bara hafa flutt að heiman," segir hann brosandi. Hann kveðst hafa sótt kennslustundir þrjá daga í viku frá 16-19 og svo hafi verið verkefnavinna og heimanám þar fyrir utan. En hafði námið mikið gildi fyrir hann? "Já, alveg tvímælalaust. Núna finnst mér ég fullur af nýjum þrótti og ferskum hugmyndum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×