Völdu kennslu í stað gjaldþrots 29. september 2004 00:01 Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira