Erlent

Samkeppni við Google harðnar

Bóksalinn Amazon opnaði fyrir skömmu nýja leitarvél á slóðinni a9.com. Leitin þar byggist á svipaðri tækni og Google. Viðmótið er einfalt en til viðbótar upplýsingum í textaformi sýnir leitarvél Amazon einnig þær myndir sem vélin finnur á vefnum og geta tengst leitinni. Microsoft hefur einnig tilkynnt að á næstu misserum líti ný leitarvél á þess vegum dagsins ljós. Meðal notkunareiginleika í þeirri leitarvél er að hægt verði að leita í margs konar öðrum tölvuskjölum en vefsíðum. Nýtt fyrirtæki í Pittsburgh í Bandaríkjunum opnaði nýja síðu í gær á slóðinni clusty.com. Fyrirtækið hefur í fjögur ár þróað nýja tækni sem sem er meginstoð síðunnar. Síðan er einföld eins og Google en markmið stofnenda fyrirtækisins er að sýna fram á að leitarvél sín hjálpi netverjum betur að finna það sem þeir leita að heldur en Google. Clusty.com er einföld í sniðum og skilar niðurstöðum mjög hratt, rétt eins og Google. Til viðbótar við að sýna heimasíður sem átt geta við leitina, á sér sjálfkrafa stað ákveðin flokkun sem ætlað er að auðvelda notendum að nálgast viðfangsefni sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×