Innlent

Veittu fimm undanþágur

Fimm skólar fengu undanþágu til kennslu í verkfalli kennara í gær. Þeir eru Safamýrarskóli, Öskjuhlíðarskóli, Brúarskóli fyrir nemendur Stuðla og barna- og unglingadeildar Landspítalans, skóli fyrir börn með félagsleg, geðræn og hegðunarleg vandkvæði í Vestmannaeyjum og Kleppjárnsreykjaskóli fyrir nemendur meðferðarheimilisins að Hvítárbakka. Ellefu beiðnum var hafnað. Fulltrúi kennara í undanþágunefndinni taldi að enn hefði ekki skapast neyðarástand varðandi námsþátt nemendanna umfram það sem væri hjá öðrum grunnskólanemendum. Beiðni skóla í Aðaldal var frestað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×