Skólastarf hófst að nýju 13. október 2005 14:44 Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira