Fækkar aðgerðum vegna æxla í húð 5. október 2004 00:01 Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum. Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum.
Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira