Innlent

Lokuð geðdeild með 5 - 7 plássum

Gert er ráð fyrir 5 - 7 plássum til að byrja með á nýrri sérhæfðri geðdeild á Kleppi, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Um er að ræða svokallaða lokaða geðdeild fyrir mikið sjúka einstaklinga. "Þessi deild mun bæta aðstöðu, fyrir þann hóp sem þarf á slíkri þjónustu að halda, stórlega," sagði ráðherra. Hann kvaðst ekki geta tímasett nákvæmlega hvenær deildin yrði tekin í gagnið. Endurbætur á húsnæðinu væru að hefjast og yrði hraðað eins og unnt væri. Þá væri faglegt teymi til stuðnings og aðhalds fyrir geðsjúka að hefja störf um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×