Kappræður Cheneys og Edwards 5. október 2004 00:01 Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira