Handteknir á kajanum 6. október 2004 00:01 Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira