Tími valdboðs og foringjaræðis liðinn? 7. október 2004 00:01 Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun