Innlent

Engin tíðindi úr Karphúsinu

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til sáttafundar í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundi í gær lauk um kvöldmatarleytið en hann stóð yfir í um tíu klukkustundir. Verkfall kennara hófst þann 20. september og hefur nú staðið yfir í þrjár vinnuvikur. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði nú laust fyrir hádegi að engin tíðindi væri að hafa af samningaviðræðunum. Verið væri að fara yfir efnið allt og því fjölmörg atriði sem þarf að ræða. Ásmundur treysti sér ekki til að áætla hvenær verkfallinu hugsanlega lyki. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×