Innlent

Ákveðnir þættir afgreiddir

Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið klukkan tvö en í gær var fundað í rúma átta tíma. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir erfitt að leggja mat á hvort eitthvað miði í viðræðunum. Hann segir búið að taka á ákveðnum þáttum og ganga frá þeim en lausn sé háð því að heildardæmið gangi upp. Því miður hafi það ekki tekist enn sem komið er.  Eiríkur segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi verkfallið muni vara. Verkfallið hófst 20. september og hefur þegar staðið yfir í þrjár vikur. Hægt er að hlusta á viðtal við Eirík Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×