Kennaraviðræður sigldu í strand 10. október 2004 00:01 Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáæltun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáæltun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira