Innlent

Ráðherra kannar skólahald

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segist ætla að láta kanna starfsemi svokallaðs Hávallgötuskóla sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur starfrækir í verkfalli kennara. Ráðherra skýrði frá þessu í kjölfar fyrirspurnar Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingu í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Björgvin gagnrýndi afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar af kennaraverkfallinu og sagði að það væri "vitlaust gefið" í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því gætu sveitarfélög ekki komið til móts við kröfur kennara. Þorgerður Katrín gagnrýndi sagði flokkanna sem störfuðu í R-listanum tala tungum tveim og sitt með hvorri eftir því hvort þeir töluðu í ráðhúsi Reykjavíkur eða á Alþingi og vitnaði til nýlegrar samþykktar borgarstjórnar um að ekki ætti að blanda saman fjárhagslegu uppgjöri á milli ríkis og sveitarfélaga og kennaradeilunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×