Innlent

Kennarar: Peningar í pakkann

Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×