Sögð hafa flutt 14 kíló af hassi 12. október 2004 00:01 37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saman eru maðurinn og konan ákærð fyrir innflutning á rúmlega 8,6 kílóum af hassi. Þau eru sökuð um að hafa komið fíkniefnunum fyrir í viðarfjölum sem sendar voru ásamt húsgögnum, með Arnarfelli, skipi Samskipa, til Íslands. Maðurinn er síðan sagður hafa tekið á móti efnunum á heimili konunnar og á dvalarstað sínum í Grafarvogi. Lögreglan lagði hald á efnin síðar sama dag. Konan neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Þó hafði hún játað þátttöku í innflutningnum hjá lögreglu en segir nú að það hafi hún gert vegna þess hversu stressuð hún og var hversu minnið var lélegt. Maðurinn játar aðeins að hafa komið hassinu fyrir í fjölunum. Hassið sagðist hann hafa fengið hjá manni sem hann vill ekki nefna. Þrátt fyrir að hafa kvittað fyrir móttöku efnisins neitaði hann að hafa haft með það að gera. Eins var hann í sama húsi og efnin þegar lögreglan náði honum og hassinu. Konan er ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi. Hún er sögð hafa falið hassið aftur í viðarfjölum og sent það ásamt húsgögnum í frakt, nú með flugi frá Danmörku. Hún tók á móti hassinu á heimili sínu í Grafarvogi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af því. Hún er grunuð um að hafa selt það sem vantaði upp á. Sjálf játar hún aðeins innflutning á 3,6 kílóum af því sem lögreglan náði. Hún sagðist ekki hafa önnur áform en neyta efnanna sjálf. Hún vildi hins vegar ekki svara dómaranum þegar hún var spurð hversu mikil hassneysla hennar væri. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saman eru maðurinn og konan ákærð fyrir innflutning á rúmlega 8,6 kílóum af hassi. Þau eru sökuð um að hafa komið fíkniefnunum fyrir í viðarfjölum sem sendar voru ásamt húsgögnum, með Arnarfelli, skipi Samskipa, til Íslands. Maðurinn er síðan sagður hafa tekið á móti efnunum á heimili konunnar og á dvalarstað sínum í Grafarvogi. Lögreglan lagði hald á efnin síðar sama dag. Konan neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Þó hafði hún játað þátttöku í innflutningnum hjá lögreglu en segir nú að það hafi hún gert vegna þess hversu stressuð hún og var hversu minnið var lélegt. Maðurinn játar aðeins að hafa komið hassinu fyrir í fjölunum. Hassið sagðist hann hafa fengið hjá manni sem hann vill ekki nefna. Þrátt fyrir að hafa kvittað fyrir móttöku efnisins neitaði hann að hafa haft með það að gera. Eins var hann í sama húsi og efnin þegar lögreglan náði honum og hassinu. Konan er ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi. Hún er sögð hafa falið hassið aftur í viðarfjölum og sent það ásamt húsgögnum í frakt, nú með flugi frá Danmörku. Hún tók á móti hassinu á heimili sínu í Grafarvogi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af því. Hún er grunuð um að hafa selt það sem vantaði upp á. Sjálf játar hún aðeins innflutning á 3,6 kílóum af því sem lögreglan náði. Hún sagðist ekki hafa önnur áform en neyta efnanna sjálf. Hún vildi hins vegar ekki svara dómaranum þegar hún var spurð hversu mikil hassneysla hennar væri.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira