Framsókn stoppar matarskattslækkun 13. október 2004 00:01 Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. " Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. "
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira