Erlent

Tókust á af hörku

Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. Kerry kenndi Bush meðal annars um atvinnuleysi í landinu, lélegt velferðakerfi og að hafa dregið þjóðina út í Íraksstríðið, sem ekki væri séð fyrir endann á, en Bush sagði Kerry vinstri öfgamann sem vildi hækka skatta og auka ríkisútgjöld. Mikill munur var jafnframt á stefnu forsetaframbjóðendanna um réttinn til fóstureyðinga, rétt samkynhneigðra og málefni innflytjenda. Litið var svo á að kappræðurnar væru jafnvel síðasta tækifæri forsetaframbjóðendanna til að koma stefnumálum sínum til þeirra milljóna sem horfðu á kappræðurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×