Innlent

Töluverð kennsla á Vestfjörðum

Það eru ekki allir grunnskólanemendur án kennslu því stundakennarar eru ekki í verkfalli og kenna því enn. Í sumum skólum fá nemendur töluverða kennslu, eins og til dæmis á Suðureyri. Það má segja að þegar verkfall hefur staðið svo lengi sem raun ber vitni teljist það hrein og klár forréttindi að fá einhverja kennslu. Í grunnskólanum á Suðureyri fá um þrjátíu börn kennslu í ensku og dönsku. Stundakennarar hafa aðallega verið starfandi í skólum utan höfuðborgarsvæðisins en til að mynda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar eru að meðaltali einn til tveir stundakennarar á skóla. Vandamálið þar er hins vegar að skólaakstur hefur verið felldur niður og því ekki hægt að krefjast mætingar af þeim nemendum sem búa langt frá. Þar eins og víðast hvar annars staðar er því losarabragur á lífi nemendanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×