Barist um hvert atkvæði 15. október 2004 00:01 Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira