Innlent

26. dagur verkfalls

Sérsamningur í Kópavogi Ákveðið hefur verið að kennarar í sérdeild Digranesskóla fái full laun svo vandi fjölskyldna fatlaðra barna við skólann leysist. Samninganefnd kennara hefur sett sem skilyrði að þeir kennara sem fái undanþágu verði settir aftur á launaskrá á fullum launum en fái ekki einungis greitt fyrir þann lágmarkstíma sem þurfi til að leysa vandann. Fátt um svör sveitarstjórnarmanna Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir kennar undrandi yfir því hversu fáir sveitarstjórnarmenn hafi séð sér fært um að svara bréfi þeirra með almennum spurningum um menntun og forgangsröðun. "Við gáfum þeim tíma frá fimmtudegi til þriðjudags. Hann hefur greinilega ekki verið nægilega langur og við bíðum því enn eftir svörum," segir Ólafur og bendir á að svörin séu birt á vefnum: kennarar.is. Önnur útgreiðsla úr verkfallssjóði Verkfallsbætur voru greiddar úr Vinnudeilusjóði til kennara í gær. Rúmur mánuður er liðinn frá því að verkfall kennara hófst. Samhliða verkfallsbótunum fengu kennara greiddar út gjafirnar frá SFR, Sjúkraliðafélaginu og Verkalýðsfélaginu Vöku. Komu 2500 krónur í hlut hvers. Kennarar fá greiddar 3.000 krónur fyrir hvern dag verkfalls stundi þeir fulla vinnu. Af því greiða þeir skatt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×