Innlent

28. dagur verkfalls

Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna hittast á fundi ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Kennarar ætla að fjölmenna fyrir utan Karphúsið og sýna samninganefnd sinni samstöðu. Stjórn og fulltrúaráð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara. "Mikilvægt er að samningar takist hið allra fyrsta því langvinnt verkfall getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla hlutaðeigandi," segir í yfirlýsingunni Landssambandsins sem sendir báráttukveðjur til KÍ. Skólastjórar allra þriggja grunnskólanna á Akranesi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna verkfalls kennara. Í bókun frá skólafundi 13. október segir m.a.: "Skólastjórar skora á skólanefnd og bæjaryfirvöld að beita áhrifum sínum til að kjarasamningar náist og kjör kennara verði bætt verulega."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×