Bilið fer vaxandi 18. október 2004 00:01 Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira