Innlent

Andvaraleysi gagnrýnt

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í umræðum um heræfingar rússneska flotans hér við land á Alþingi í gær. Taldi hann vítavert að hálfur mánuður hefði liðið frá því að rússneskra skipa varð vart hér við land þar til íslensk stjórnvöld hafi leitað skýringa hjá Rússum. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra varð til andsvara og sagði að íslensk lög veittu Landhelgisgæslunni ekki heimild til afskipta af herskipum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að afskiptaleysi stjórnvalda stappaði nærri gáleysi. Renndi málið stoðum undir málflutning flokksins um að mengunarslys væri ein mesta hættan sem steðjaði að þjóðum í norðurhöfum. Vitnaði hann og fleiri þingmenn til ummæla rússnesk flotaforingja um að skipið gæti "hvenær sem er sprungið í loft upp". Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki sagði málflutninginn óábyrgann enda hefði flotaforingjann dregið ummæli sín til baka".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×