Sinnuleysi um varnir landsins 18. október 2004 00:01 Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira