Menning

Námskeið í hársnyrtingu

Íslenskt og bandarískt fagfólk í hárgreiðslu hafði vinnubúðir á Grand hóteli um síðustu helgi fyrir norska kollega sína sem flykktust hingað tugum saman á haustnámskeið í greininni. "Romantic/pönkirissm" heitir línan sem lagt var upp með og unnið út frá, að sögn Elsu Haraldsdóttur, hárgreiðslumeistara í Salon Veh. Stofan hennar var ein þriggja stofa sem undirbjuggu námskeiðið fyrir Íslands hönd og lögðu þar fram vinnu. Hinar voru Mojo/Monroe og Rauðhetta og úlfurinn. Elsa segir útfærslurnar hafa verið margvíslegar á rómantísku-pönklínunni. "Þarna var leikið með miklar andstæður í hári. Mjög snöggklippt hár á móti meiri lengd, slétt hár og mjúkar línur," segir hún og kveðst afar ánægð með árangurinn af námskeiðinu.
Rómantíska stefnan í allri sinni dýrð.Mynd/GVA
Pönkið allsráðandi.Mynd/GVA
Baldur Rafn Gylfason, annar eigandi Mojo/Monroe, með hendur í hári eins módelsins.Mynd/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×