Innlent

Fjármálaeftirlitið beiti sektum

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra segir koma til greina að Fjármálaeftirlitið fái heimild til að beita stjórnvaldssektum. Ráðherrann lét þau orð falla í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu á Alþingi í gær. Jóhanna benti á að í nýlegri tilskipun Evrópusambandsins væri kveðið á um að eftirlitsaðilar skuli búa yfir heimildum til þess að beita stjórnsýsluviðurlögum. Þetta ætti sérstaklega við um innherjasvik og markaðsmisnotkun á verðbréfamarkaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×