Innlent

31. dagur verkfalls

Verkfall rætt í bæjarstjórn Rætt var um stöðu skólastarfs eftir rúmlega mánaðarverkfall kennara og áhrif þess á skólastarfið eftir að því ljúki á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Skólastjóri Lækjarskóla, Haraldur Haraldsson, sagði frá umsóknum um undanþágur. Hann harmar afgreiðslu beiðnanna í undanþágunefndinni. Fræðslusjóra var falið að mynda hóp hagsmunaaðila til að lágmarka áhrif verkfallsins á framvindu náms og námsárangur nemenda strax að loknu verkfalli. Mætast ekki á miðri leið "HAAAlló! Er ekki árið 2004 ?? Allir eiga rétt á að fá greitt fyrir að VINNA vinnuna sína. Hættið þessu bulli, MÆTIST á miðri leið og KLÁRIÐ málið," stendur í tölvupósti sem forystumenn kennara og sveitarfélaganna fengu sendan. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands svaraði póstinum eftirfarandi: "Ef við mætumst á miðri leið munu kennarar hætta störfum og þá verður vandinn fyrst varanlegur." Framlög í vinnudeilusjóð Félag fréttamanna ríkisútvarpsins gaf 220 þúsund krónur í vinnudeilusjóð kennara í gær. Á baráttufundi kennara á Ingólfstorgi var þeim einnig greint frá 15,5 milljón króna gjöf félagasamtaka innan BHM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×