Innlent

Þrettán kíló af kókaíni í hand­far­angri og barokk-hátíð í Hörpu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri.

Evrópskir leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa á miðborg Súmí í Úkraínu í gærmorgun þar sem á fjórða tug almennra borga lést. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir koma til greina að efla stuðning við Úkraínu með því að senda þangað fleiri borgaralega sérfræðinga.

Við verðum í beinni frá opnunarhófi barokk-hátíðar í Hörpu og í íþróttunum verðum við í Smáranum, þar sem Grindavík getur í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslit Bónus-deildar karla í æsispennandi leik gegn bikarmeisturum Vals.

Í Íslandi í dag hittum við Harald Örn Ólafsson, pólfara og Everestfara, sem var að opna klifurbraut í Esjunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×