Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum? 22. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira