Innlent

Áttu ekki að fara af flugvelli

Upplýst hefur verið að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sjálfsmorðsárás í miðborg Kabúl hafi verið í einkaerindum. Arnór Sigurjónsson yfirmaður Friðargæslunnar sagði í DV í vor eftir að norskur hermaður var myrtur að Íslendingarnir færu ekki útaf vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði aðspurður um þetta í gær að friðargæsluliðarnir ættu fyrst og fremst að vera inn á flugvellinum. Þó væri ekki hægt að koma í veg fyrir öll ferðalög. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra vísar því á bug að gefið hafi verið til kynna að starf Íslendinganna væri hættulítið. "Það hefur aldrei verið gefið í skyn að menn séu ekki neinni hættu, þess vegna eru menn með vopn, hjálma, í skotheldum vestum." Arnór Sigurjónsson, yfirmaður Friðargæslunnar sagði í DV, að Íslendingarnir væru nokkuð öryggir."Það er þó alltaf erfitt að sjá hættuna nákvæmlega fyrir eins og erfitt er að sjá fyrir hættuna á bílslysi í Reykjavík."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×