Innlent

Átta í verkfalli

Átta kennarar einkaskóla á höfuðborgarsvæðinu eru í verkfalli. Þar af eru sex kennarar af sextán í Ísaksskóla sem eru æviráðnir og á ábyrgð borgaryfirvalda, samkvæmt Eddu Huld Sigurðardóttur skólastjóra Ísaksskóla. Tveir kennarar Suðurhlíðarskóla eru einnig í verkfalli. Jón Ævar Karlsson skólastjóri segir þá stundakennara sem sjái um íþróttir og smíðar. Þeir tímar falli niður hjá bekkjunum á meðan verkfallið vari. Kennarar Landakotsskóla hafa samþykkt að fara ekki í verkfall þrátt fyrir að vera félagar í Kennarasambandi Íslands. Hjalti Þorkelsson skólastjóri segir kennarana hafa verið á sama kjarasamningi og kennara Reykjavíkurborgar. Hann búist við að eins verði nú og skólinn semji um sömu kjör við Kennarasambandið eftir verkfallið. Kennarar í Waldorfgrunnskólanum Sólstöfum og Waldorfskólanum í Lækjarbotnum eru ekki í Kennarasambandi Íslands og ekki í verkfalli. Ekki náðist í Tjarnarskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×