Innlent

Langflestir eru sómakrakkar

"Það hefur verið heldur dauft í verkfallinu," segir Þorleifur G. Sigurðsson, umsjónarmaður í Austurbæjarskóla en þar hefur hann starfað í tólf ár. "Ég þarf að sjá um að húsið sé í lagi og að allt sé hreint. Það er ekki gaman að starfa við þetta núna. Það var ágætt fyrstu vikuna því þá var hægt að gera ýmislegt. Síðan höfum við dúllað okkur við þrif en það er ekki endalaust hægt að þrífa gólf sem ekkert er gengið um." Þorleifur sagðist hafa hitt fáa nemendur í verkfallinu, nema þau yngstu sem kæmu síðdegis í gæslu á vegum ÍTR. "Þau eru hins vegar ekki mörg börnin sem hafa látið sjá sig." Stærstur hluti krakkanna er sómakrakkar. Ég hef gaman af að vinna með þeim, annars væri ég ekki búinn að vera hérna svona lengi. Vissulega eru læti stundum, en þetta eru nú einu sinni börn. Við höfum saknað þeirra í verkfallinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×