Menning

Nýtt fyrirtæki í tungumálakennslu

Estudiolatino er nýstofnað fyrirtæki sem býður upp á einkatíma í frönsku, spænsku og ítölsku. Einnig standa til boða tveggja og þriggja manna kennslustundir fyrir þá sem ekki hentar að læra í stærri nemendahópum. Mikil eftirspurn er eftir einkatíma í tungumálum enda margir kostir fólgnir í því að hafa kennarann algjörlega út af fyrir sig. Estudiolatino býður einnig upp á menningarkúrsa þar sem kennari veitir upplýsingar um viðkomandi land og fléttar saman sögu og menningu landsins við skemmtilegar veitingahúsaferðir eða því um líkt. Kennararnir í Estudiolatino eru Jean-Rémi Chareyri, frönskukennari, Júlíus Hjörleifsson, spænskukennari og Stefano Rosatti, ítölskukennari. Nánari upplýsingar er að finna á estudiolatino.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×