Viðskipti innlent

11,7 milljarða hagnaður KB banka

Hagnaður KB banka fyrstu níu mánuði ársins, eftir skatta, var 11,7 milljarðar króna. Það er rúmlega hundrað og þrjátíu prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 32,5 prósent en var rúmlega 21 prósent á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur fyrstu níu mánuðina námu röskum 34 milljörðum króna , sem er ríflega 54 prósenta aukning. Heildareignir námu 1522 milljörðum króna og má rekja það að miklu leyti til kaupa á danska bankanum FIH.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×