Vopnaður friður veldur ófriði 28. október 2004 00:01 Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira