Hæfilega bjartsýnn 29. október 2004 00:01 Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira