Aldrei verið feitur maður 1. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í neinu formi. Ég stunda engar íþróttir og ég horfi ekki einu sinni á íþróttir," segir Ómar Örn Hauksson, tónlistarmaður og liðsmaður hljómsveitarinnar Quarashi. Ómari snýst aðeins hugur þegar hann hugsar um hvernig hann kemst á milli staða. "Ég geng reyndar frekar mikið. Ég geng í skólann og eiginlega allt sem ég fer. En það er náttúrlega af því að ég á ekki bíl." "Ég hef aldrei verið feitur maður og telst því frekar heppinn. Ég finn samt að það er aðeins að leggjast á mig núna," segir Ómar sem hugsar ekki heldur neitt sérstaklega um það sem hann lætur ofan í sig. "Ég borða frekar mikið ruslfæði en fæ stundum köst þar sem ég hætti að drekka kók og eitthvað því um líkt. Ég borða samt ekki eingöngu rusl en pæli svo sem ekkert mikið í mataræði." Aðspurður hvort hann ætli ekki að taka upp heilbrigðara líferni segist Ómar efast um það. "Ég veit ekki hvort ég breyti einhverju. Kannski þegar nær dregur þrítugsaldrinum. Það er reyndar eftir nokkra mánuði," segir Ómar en hann verður þrítugur í janúar á næsta ári. Spurning hvort Ómar strengi hvort tveggja nýársheit og gefi sjálfum sér heilbrigðari lífsstíl í afmælisgjöf. "Ég efast um það en það er alltaf hægt að halda í vonina." Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í neinu formi. Ég stunda engar íþróttir og ég horfi ekki einu sinni á íþróttir," segir Ómar Örn Hauksson, tónlistarmaður og liðsmaður hljómsveitarinnar Quarashi. Ómari snýst aðeins hugur þegar hann hugsar um hvernig hann kemst á milli staða. "Ég geng reyndar frekar mikið. Ég geng í skólann og eiginlega allt sem ég fer. En það er náttúrlega af því að ég á ekki bíl." "Ég hef aldrei verið feitur maður og telst því frekar heppinn. Ég finn samt að það er aðeins að leggjast á mig núna," segir Ómar sem hugsar ekki heldur neitt sérstaklega um það sem hann lætur ofan í sig. "Ég borða frekar mikið ruslfæði en fæ stundum köst þar sem ég hætti að drekka kók og eitthvað því um líkt. Ég borða samt ekki eingöngu rusl en pæli svo sem ekkert mikið í mataræði." Aðspurður hvort hann ætli ekki að taka upp heilbrigðara líferni segist Ómar efast um það. "Ég veit ekki hvort ég breyti einhverju. Kannski þegar nær dregur þrítugsaldrinum. Það er reyndar eftir nokkra mánuði," segir Ómar en hann verður þrítugur í janúar á næsta ári. Spurning hvort Ómar strengi hvort tveggja nýársheit og gefi sjálfum sér heilbrigðari lífsstíl í afmælisgjöf. "Ég efast um það en það er alltaf hægt að halda í vonina."
Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira