Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur segir að Brynhildur hafi viðrað þessa hugmynd við stjórn leikfélagsins í nóvember. Hún hafi svo tekið ákvörðun sína nýlega og tilkynnt starfsfólki leikhússins hana í morgun. Fimm ár í brúnni en snýr sér að listinni „Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020, og hefur frá þeim tíma veitt Borgarleikhúsinu styrka forystu, leitt það í gegnum heimsfaraldur og skilar af sér góðu búi jafnt listrænt- sem rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Hún ætli að helga sig listinni að fullu á ný. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur ætlar að auglýsa stöðuna og stefnt að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins 2025–2026 þegar í vor og taki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs. Starfið gengið vel þrátt fyrir áskoranir Í tilkynningu eru Brynhildi færðar þakkir frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur, fyrir einstaklega vel unnin störf. Það hafi verið stórkostlegt að vinna með henni sem leikhússtjóra þar sem forystuhæfileikar hennar og framsýni hafi haft mikil og jákvæð áhrif á starfsemi hússins. „Borgarleikhúsið er öflugt og framsækið leikhús sem hefur gengið afar vel undir forystu Brynhildar Guðjónsdóttur. Hún tók við stöðu leikhússtjóra í febrúar 2020, þremur vikum áður en skellt var í lás vegna heimsfaraldurs. Þrátt fyrir þær áskoranir hefur rekstur leikhússins og listrænt starf gengið fádæma vel. Brynhildur hóf seinna ráðningartímabil sitt í ágúst 2023 en hefur nú kosið að snúa til baka í listina. Stjórn LR auglýsir því eftir nýjum leikhússtjóra og er þess fullviss að reynslumikið hæfileikafólk muni sækja um.“ Fylgir innsæinu Í færslu á Facebook segir Brynhildur að með þessu sé hún að fylgja innsæinu, hlusti á hjartað og stígi inn í listina að nýju. Það séu aðeins tvö ár eftir af skipunartíma hennar og hún sé að stíga inn í Moulan Rouge!, sem verði frumsýndur í lok september. „Önnur verkefni eru einnig á sjóndeildarhringnum - þetta er mín köllun og þangað ætla ég af afli. Nú ætla ég að gefa sjálfri mér næði til að skapa: lesa, sjá og túlka. Ég er að fara að grufla og grúska, skrifa, leikstýra, syngja og leika. Stundum kemur uppljómun frá alheiminum - það þarf ekki annað en stjörnubjarta nótt og kyrrð til að minna á hvað það er sem er yfir okkur og á hverju við stöndum.“ Hefur engar áhyggjur af Borgarleikhúsinu Brynhildur segist nú ætla að sinna fjölskyldu sinni, manninum sínum, foreldrum, sem enn hafa heilsu, og dóttur sinni, sem eigi ekki skilið að þurfa alltaf að bíða. „Það er búið að vera einstakur heiður að gegna þessu mikilvæga starfi og eiga í farsælu samstarfi við mitt trausta samstarfsfólk og stjórn leikfélagsins. Það þarf að vera jafnt í mínum vogarskálum og nú vantar mig að fylla á listarinnar megin – ég tel mig betur geta þjónað, sjálfri mér og öðrum, sem listamaður, leikstjóri og leikari – ég hef aldrei verið hrædd við að leggja sjálfa mig að veði fyrir það sem ég trúi á og stíg sátt og af afli inn í listina að nýju.“ Það hafi verið áskorun að stíga beint inn í í heimsfaraldur sem nýr stjórnandi. Starfsfólk leikhússins hafi unnið vel og hún gæti ekki verið stoltari af þeim árangri sem náðist og þeim stað sem leikhúsið er á. „Gleymum ekki hver við erum: Við erum öflugasta og mest spennandi sviðslistastofnun landsins, við erum sterk og með jákvæða ímynd og ásýnd og eigum allt gott skilið til framtíðar. Ég hef engar áhyggjur af Borgarleikhúsinu. Hingað inn mun veljast góður kandídat, það er gott fólk víða, kunnáttufólk og sterkir stjórnendur. Það verður allt í lagi með okkur - lífið er nefnilega ferðalag - ekki áfangastaður. En nú segi ég bara áfram með smjörið og Borgarleikhúsið okkar góða lengi lifi!“ Leikhús Vistaskipti Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið „Sorgleg þróun“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur segir að Brynhildur hafi viðrað þessa hugmynd við stjórn leikfélagsins í nóvember. Hún hafi svo tekið ákvörðun sína nýlega og tilkynnt starfsfólki leikhússins hana í morgun. Fimm ár í brúnni en snýr sér að listinni „Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020, og hefur frá þeim tíma veitt Borgarleikhúsinu styrka forystu, leitt það í gegnum heimsfaraldur og skilar af sér góðu búi jafnt listrænt- sem rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Hún ætli að helga sig listinni að fullu á ný. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur ætlar að auglýsa stöðuna og stefnt að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins 2025–2026 þegar í vor og taki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs. Starfið gengið vel þrátt fyrir áskoranir Í tilkynningu eru Brynhildi færðar þakkir frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur, fyrir einstaklega vel unnin störf. Það hafi verið stórkostlegt að vinna með henni sem leikhússtjóra þar sem forystuhæfileikar hennar og framsýni hafi haft mikil og jákvæð áhrif á starfsemi hússins. „Borgarleikhúsið er öflugt og framsækið leikhús sem hefur gengið afar vel undir forystu Brynhildar Guðjónsdóttur. Hún tók við stöðu leikhússtjóra í febrúar 2020, þremur vikum áður en skellt var í lás vegna heimsfaraldurs. Þrátt fyrir þær áskoranir hefur rekstur leikhússins og listrænt starf gengið fádæma vel. Brynhildur hóf seinna ráðningartímabil sitt í ágúst 2023 en hefur nú kosið að snúa til baka í listina. Stjórn LR auglýsir því eftir nýjum leikhússtjóra og er þess fullviss að reynslumikið hæfileikafólk muni sækja um.“ Fylgir innsæinu Í færslu á Facebook segir Brynhildur að með þessu sé hún að fylgja innsæinu, hlusti á hjartað og stígi inn í listina að nýju. Það séu aðeins tvö ár eftir af skipunartíma hennar og hún sé að stíga inn í Moulan Rouge!, sem verði frumsýndur í lok september. „Önnur verkefni eru einnig á sjóndeildarhringnum - þetta er mín köllun og þangað ætla ég af afli. Nú ætla ég að gefa sjálfri mér næði til að skapa: lesa, sjá og túlka. Ég er að fara að grufla og grúska, skrifa, leikstýra, syngja og leika. Stundum kemur uppljómun frá alheiminum - það þarf ekki annað en stjörnubjarta nótt og kyrrð til að minna á hvað það er sem er yfir okkur og á hverju við stöndum.“ Hefur engar áhyggjur af Borgarleikhúsinu Brynhildur segist nú ætla að sinna fjölskyldu sinni, manninum sínum, foreldrum, sem enn hafa heilsu, og dóttur sinni, sem eigi ekki skilið að þurfa alltaf að bíða. „Það er búið að vera einstakur heiður að gegna þessu mikilvæga starfi og eiga í farsælu samstarfi við mitt trausta samstarfsfólk og stjórn leikfélagsins. Það þarf að vera jafnt í mínum vogarskálum og nú vantar mig að fylla á listarinnar megin – ég tel mig betur geta þjónað, sjálfri mér og öðrum, sem listamaður, leikstjóri og leikari – ég hef aldrei verið hrædd við að leggja sjálfa mig að veði fyrir það sem ég trúi á og stíg sátt og af afli inn í listina að nýju.“ Það hafi verið áskorun að stíga beint inn í í heimsfaraldur sem nýr stjórnandi. Starfsfólk leikhússins hafi unnið vel og hún gæti ekki verið stoltari af þeim árangri sem náðist og þeim stað sem leikhúsið er á. „Gleymum ekki hver við erum: Við erum öflugasta og mest spennandi sviðslistastofnun landsins, við erum sterk og með jákvæða ímynd og ásýnd og eigum allt gott skilið til framtíðar. Ég hef engar áhyggjur af Borgarleikhúsinu. Hingað inn mun veljast góður kandídat, það er gott fólk víða, kunnáttufólk og sterkir stjórnendur. Það verður allt í lagi með okkur - lífið er nefnilega ferðalag - ekki áfangastaður. En nú segi ég bara áfram með smjörið og Borgarleikhúsið okkar góða lengi lifi!“
Leikhús Vistaskipti Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið „Sorgleg þróun“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira