Keppendur í Galaxy fitness-mótinu 1. nóvember 2004 00:01 Nú styttist óðum í Íslandsmeistaramótið í Galaxy fitness í Laugardalshöll og aðeins tæplega vika til stefnu. Sunnudaginn 7. nóvember er forkeppnin haldin, föstudaginn 12. nóvember er samanburðurinn og loks verða úrslitin kynnt laugardaginn 13. nóvember. Fréttablaðið hefur fylgst með tveim keppendum, þeim Sólveigu Einarsdóttur og Ívari Guðmundssyni, síðustu vikur og heldur uppteknum hætti í þessari viku. "Mér líður rosalega vel enda gengur mjög vel. Nú er þetta að verða skemmtilegt því það er svo stutt eftir og ég er mjög spennt. Ég hlakka rosalega til forkeppninnar sem verður á sunnudaginn," segir Sólveig Einarsdóttir, annar keppandanna í Galaxy Fitness sem Fréttablaðið fylgist með. "Nú er ég mest í sprettum og armbeygjum -- og svo meiri armbeygjum. Ég reyni að gera mjög margar armbeygjur því ég þarf að bæta mig í þeim. Ég er líka að lyfta mikið en ég er meira að æfa upp þolið og armbeygjurnar. Ég æfi alla daga vikunnar en hvíli alltaf á laugardögum til að safna orku. Ég mæli tvímælalaust með því að taka hvíldardag því eftir hann er ég rosalega öflug í þrjá til fjóra daga. Suma daga æfi ég tvisvar sinnum á dag en stundum einu sinni því ég er að vinna svo mikið með æfingunum," segir Sólveig. Mataræðið hjá Sólveigu er nokkurn veginn svipað en litlir hlutir eru þó alltaf að týnast út smátt og smátt. "Núna borða ég eiginlega bara kjúklingabringur, fisk og hafragraut. Mjólkurvörurnar eru alveg farnar út. Þegar ég fer að lyfta borða ég klukkutíma fyrir æfingu en ef ég fer að brenna þá borða ég ekki neitt fyrr en hálftíma eða klukkutíma eftir æfinguna. Ef maður borðar á undan æfingu þá er maður í raun bara að brenna því sem maður var að borða." "Mér líður rosalega vel. Nú er spennan að koma og fiðringurinn í magann. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessu ferli og það er mjög jákvæður punktur," segir Ívar Guðmundsson, hinn keppandinn sem Fréttablaðið fylgist með, og æfir nú af krafti fyrir Galaxy Fitness-mótið. "Nú er ég að sjá hvernig ég mótast og get næstum því séð mun á hverjum einasta degi. Ég lít lítið í tölurnar eins og fituprósentu og þyngd heldur fer meira eftir tilfinningu og hvernig ég virka í speglinum," segir Ívar sem er farinn að slaka aðeins á í ræktinni til að halda orkunni í lagi. "Nú er ég farinn að hægja aðeins á svo ég verði ekki of þreyttur. Ég hef náttúrlega minni orku því ég innbyrði minna af kaloríum. Ég passa vel uppá að fá nægan svefn og hvíld til að halda orkunni. Ég lyfti um þrisvar í viku og brenni þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég lyfti um það bil áttatíu prósentum af því sem ég er vanur og nota frekar mótunarlyftingar sem eru mun hægari en ég hef gert venjulega. Ég tek líka spretti og fer á skíðavélina til að brenna og geng líka rösklega á hlaupabretti með halla," segir Ívar. Mataræðið er orðið nokkuð einhæft hjá Ívari. "Á venjulegum degi fæ ég mér hreint prótín og haframjöl blandað í vatn á morgnana. Þrem tímum seinna fæ ég mér kjúklingabringu, hrísgrjón og kartöflur og síðan aftur þrem tímum eftir það. Síðdegis fæ ég mér meira prótín og haframjöl og í kvöldmat túnfisk, haframjöl og kartöflur. Ég drekk um það bil fjóra lítra af vatni á dag. Fimmtíu til sextíu prósent af fæðinu mínu er kolvetni svo ég haldi krafti því mesta orkan kemur úr kolvetnunum." Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú styttist óðum í Íslandsmeistaramótið í Galaxy fitness í Laugardalshöll og aðeins tæplega vika til stefnu. Sunnudaginn 7. nóvember er forkeppnin haldin, föstudaginn 12. nóvember er samanburðurinn og loks verða úrslitin kynnt laugardaginn 13. nóvember. Fréttablaðið hefur fylgst með tveim keppendum, þeim Sólveigu Einarsdóttur og Ívari Guðmundssyni, síðustu vikur og heldur uppteknum hætti í þessari viku. "Mér líður rosalega vel enda gengur mjög vel. Nú er þetta að verða skemmtilegt því það er svo stutt eftir og ég er mjög spennt. Ég hlakka rosalega til forkeppninnar sem verður á sunnudaginn," segir Sólveig Einarsdóttir, annar keppandanna í Galaxy Fitness sem Fréttablaðið fylgist með. "Nú er ég mest í sprettum og armbeygjum -- og svo meiri armbeygjum. Ég reyni að gera mjög margar armbeygjur því ég þarf að bæta mig í þeim. Ég er líka að lyfta mikið en ég er meira að æfa upp þolið og armbeygjurnar. Ég æfi alla daga vikunnar en hvíli alltaf á laugardögum til að safna orku. Ég mæli tvímælalaust með því að taka hvíldardag því eftir hann er ég rosalega öflug í þrjá til fjóra daga. Suma daga æfi ég tvisvar sinnum á dag en stundum einu sinni því ég er að vinna svo mikið með æfingunum," segir Sólveig. Mataræðið hjá Sólveigu er nokkurn veginn svipað en litlir hlutir eru þó alltaf að týnast út smátt og smátt. "Núna borða ég eiginlega bara kjúklingabringur, fisk og hafragraut. Mjólkurvörurnar eru alveg farnar út. Þegar ég fer að lyfta borða ég klukkutíma fyrir æfingu en ef ég fer að brenna þá borða ég ekki neitt fyrr en hálftíma eða klukkutíma eftir æfinguna. Ef maður borðar á undan æfingu þá er maður í raun bara að brenna því sem maður var að borða." "Mér líður rosalega vel. Nú er spennan að koma og fiðringurinn í magann. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessu ferli og það er mjög jákvæður punktur," segir Ívar Guðmundsson, hinn keppandinn sem Fréttablaðið fylgist með, og æfir nú af krafti fyrir Galaxy Fitness-mótið. "Nú er ég að sjá hvernig ég mótast og get næstum því séð mun á hverjum einasta degi. Ég lít lítið í tölurnar eins og fituprósentu og þyngd heldur fer meira eftir tilfinningu og hvernig ég virka í speglinum," segir Ívar sem er farinn að slaka aðeins á í ræktinni til að halda orkunni í lagi. "Nú er ég farinn að hægja aðeins á svo ég verði ekki of þreyttur. Ég hef náttúrlega minni orku því ég innbyrði minna af kaloríum. Ég passa vel uppá að fá nægan svefn og hvíld til að halda orkunni. Ég lyfti um þrisvar í viku og brenni þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég lyfti um það bil áttatíu prósentum af því sem ég er vanur og nota frekar mótunarlyftingar sem eru mun hægari en ég hef gert venjulega. Ég tek líka spretti og fer á skíðavélina til að brenna og geng líka rösklega á hlaupabretti með halla," segir Ívar. Mataræðið er orðið nokkuð einhæft hjá Ívari. "Á venjulegum degi fæ ég mér hreint prótín og haframjöl blandað í vatn á morgnana. Þrem tímum seinna fæ ég mér kjúklingabringu, hrísgrjón og kartöflur og síðan aftur þrem tímum eftir það. Síðdegis fæ ég mér meira prótín og haframjöl og í kvöldmat túnfisk, haframjöl og kartöflur. Ég drekk um það bil fjóra lítra af vatni á dag. Fimmtíu til sextíu prósent af fæðinu mínu er kolvetni svo ég haldi krafti því mesta orkan kemur úr kolvetnunum."
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira